„Þá gefast menn upp og hætta“

„Héraðsmiðlar á Íslandi hafa mikl­ar áhyggj­ur af rekstr­in­um og skora nú á stjórn­völd að skipa starfs­hóp til að fara yfir stöðu miðlanna. Eyja­f­rétt­ir, fjöl­miðill frá Vest­mann­eyj­um, héldu á sunnu­dag­inn ráðstefnu til að vekja at­hygli á veikri stöðu lands­byggðarblaða. Fjöl­miðlarn­ir eru nú sum­ir í sam­starfsum­ræðum, að sögn Ómars Garðars­son­ar og Gunn­ars Gunn­ars­son­ar, en á sunnu­dag­inn var sam­ein­ing fjöl­miðlanna Eyja­f­rétta og Eyj­ar.net einnig fagnað. Sami víta­hring­ur virðist vera al­geng­ur meðal héraðsfjöl­miðla miðað við frá­sagn­ir nokk­urra rit­stjóra. Fjöl­miðlamenn­irn­ir segja miðla sína fá lítið fjár­magn og litl­ar tekj­ur, sem veiki stöðu þeirra og geri þeim erfiðara fyr­ir að ráða og halda góðu starfs­fólki,“ segir í umfjöllun mbl.is um ráðstefnu sem Eyjafréttir stóð fyrir um stöðu fjölmiðla á landsbyggðinni 7. júlí sl. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra var meðal fyrirlesara·

Umfjöllunin í heild:

Skoða sam­vinnu milli fjöl­miðlanna

„Gunn­ar Gunn­ars­son, rit­stjóri Aust­ur­frétt­ar, seg­ir rekst­ur héraðsfréttamiðla vera á þol­mörk­um. Rit­stjór­inn seg­ir ástandið gera það að verk­um að fá­mennu og und­ir­fjármögnuðu fjöl­miðlarn­ir kjósi frek­ar að skrifa auðveld­ari frétt­ir til þess að spara tíma. Skapti Hall­gríms­son, rit­stjóri Ak­ur­eyri.net, seg­ir aft­ur á móti að fjöl­miðlarekst­ur­inn gangi vel en lít­il fjár­mögn­un­in og fá­menn­ur mann­skap­ur­inn geri það að verk­um að ein­hverj­ar frétt­ir séu ekki tekn­ar fyr­ir. „Við erum að skoða okk­ar sam­vinnu og við erum að biðja um hjálp eða hvatn­ingu við hana með áskor­un til ráðherra að skipa starfs­hóp,“ seg­ir Gunn­ar í sam­tali við mbl.is en for­svars­fólk héraðsfréttamiðla, þar á meðal Gunn­ar og Ómar, sendu Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, vilja­yf­ir­lýs­ingu til sam­starfs og áskor­un til ráðherr­ans um dag­inn.

Þarfn­ast aðgerða

Ráðherr­ann mætti á ráðstefn­una og var einn fyr­ir­les­ar­anna en Gunn­ar seg­ir sam­talið við hana hafa verið gott. Gunn­ar seg­ir ráðstefn­una hafa verið góða en að það sem skipt­ir í raun mestu máli séu aðgerðir. Þá nefn­ir hann sam­starf héraðsfjöl­miðla, ásamt stuðningi frá sveit­ar­fé­lög­um og rík­inu sem mik­il­væga þætti. Hann seg­ir þau hafi sloppið við að fækka starfs­fólki en þau hafi alltaf haft tvo blaðamenn sem skrifa 12 blaðsíðna blað á viku, en Gunn­ar bæt­ir við að það sé mjög mik­il­vægt að halda í starfs­fólk þar sem lang­tíma þekk­ing í þess­ari stétt sé mjög mik­il­væg.

Ráðstefna var haldin um helgina til að vekja athygli á …
Ráðstefna var hald­in um helg­ina til að vekja at­hygli á veikri stöðu héraðsfjöl­miðla á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þá gef­ast menn upp og hætta þessu“

Að hans sögn hafa héraðsfjöl­miðlarn­ir verið rekn­ir á næst­um því eng­um pen­ing síðustu ár og nefn­ir að fjöl­miðill­inn Eystra­horn frá Höfn í Hornafirði hvarf síðustu ára­mót vegna þess. „Ég þakka það sem vel er gert,“ seg­ir Gunn­ar um fjöl­miðlastyrki en hann seg­ir þá hafa skipt þau máli og hafa haldið miðli sín­um á floti. Þó þurfi betri fyr­ir­sjána­leika. Hann seg­ir þau þurfa að vita fram­haldið en að ef styrk­ur­inn sem þau fá núna hverf­ur um ára­mót­in þá muni vera hrun í héraðsfjöl­miðlum á Íslandi. „Þá gef­ast menn upp og hætta þessu á meðan þeir geta labbað út sæmi­lega bein­ir.“

Ómar Garðars­son, rit­stjóri Eyja­f­rétta, seg­ir einnig rík­is­styrki þurfa að vera fyr­ir­sjá­an­legri, í fast­ari skorðum og opn­ari.  Hann seg­ir aug­lýs­inga­tekj­ur héraðsfjöl­miðla hafa minnkað und­an­farið en áskrif­end­um ekki fjölgað.

Héraðsfjöl­miðlar ómet­an­leg­ir

Gunn­ar seg­ir héraðsmiðla vera ómet­an­lega, þar sem þeir fjalla um það sem lands­fjöl­miðlar ná ekki að fjalla um. Einnig seg­ir hann fjöl­miðla al­mennt mjög mik­il­væga, því í lönd­um þar sem fjöl­miðlar eru virk­ir sé meiri lýðræðisþátt­taka og minni spill­ing. Lang­flest­ar frétt­ir Eyja­f­rétta tengj­ast Vest­manna­eyj­um á ein­hvern hátt en Ómar seg­ir það mik­il­vægt að hafa héraðsfjöl­miðla til þess að hægt sé að miðla upp­lýs­ing­um um það sem sé að ger­ast á land­inu öllu.

Styrk­ir gætu fal­ist í tækninýj­ung­um

Hann bæt­ir við að styrk­ir þurfi ekki bara að vera í pen­ing­um, eins og Lilja Dögg nefndi í er­indi sínu á ráðstefn­unni, held­ur gætu þeir fal­ist í tækninýj­ung­um. Ómar seg­ir Lilju hafa þekkt málið og sýnt því áhuga en að ráðstefn­una hafa gengið ótrú­lega vel. „[Það var] góð mæt­ing á ráðstefn­una og að fá þetta öfl­uga fólk finnst mér vera góð viður­kenn­ing fyr­ir þau störf sem eru unn­in á héraðsfréttamiðlum,“ seg­ir Ómar í við mbl.is. „Það kem­ur frá fólki að það tel­ur þá ekki bara eiga rétt á sér, held­ur vera nauðsyn­lega í fjöl­miðlaflóru lands­ins,“ bæt­ir hann við.

Vef­ur­inn heim­sótt­ur 17.000 sinn­um

Skapti hjá Ak­ur­eyri.net seg­ir allt ganga frem­ur vel hjá þeim en er þó sam­mála öðrum rit­stjór­um um að vanti fjár­magn. Hann minn­ist á að ótrú­legt sé að vef­ur hans var til dæm­is heim­sótt­ur rúm­lega 17.000 sinn­um í gær þar sem hann birt­ir aðeins frétt­ir fyr­ir 20.000 manna bæj­ar­fé­lag en hann seg­ir marga hafa áhuga á Ak­ur­eyri. 

Miðill­inn skrifi níu eða tíu frétt­ir á dag en Skapti seg­ist þó vilja skrifa enn fleiri. En til þess vant­ar mann­skap. Og til þess að fá mann­skap þarf fjár­magn, seg­ir hann. „Það skort­ir ekki efni, þrátt fyr­ir allt, þá er það sem mig vant­ar bara enn þá meiri hend­ur því metnaður­inn er svo mik­ill,“ seg­ir Skapti í og bæt­ir við að sam­hliða því myndi hann vanta aukið fjár­magn. Aðspurður seg­ir hann héraðsfjöl­miðla skipta gríðarlegu máli. „Mér finnst sam­fé­lagið eiga skilið svona miðil.”

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.