Tíðindalítil nótt hjá lögreglu
5. ágúst, 2024
20240803 231405
Mikill mannfjöldi var samankominn í Herjólfsdal í gær. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Síðasta nótt Þjóðhátíðar var róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra.

„Enginn er í klefa nú í morgunsárið. Þá komu upp fimm minniháttar fíkniefnamál. Engar stórar líkamsárásir kærðar enn sem komið er, aðeins minniháttar pústrar eins og gengur og gerist þegar á annað tug þúsunda koma saman að skemmta sér.“

Nú heldur fólk til síns heima og vill Karl Gauti koma því á framfæri til þjóðhátíðargesta að passa vel upp á að bílstjórar séu allsgáðir þegar lagt sé í hann. „Kollegar okkar upp á Suðurlandi bjóða bílstjórum að blása áður en lagt er af stað frá Landeyjahöfn, og sé fólk í minnsta vafa er gott að kanna stöðuna.“ segir hann og bendir á að fyrra hafi þeir tekið einhverja tugi á mánudegi eftir Þjóðhátíð, sem mældust yfir mörkum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst