Tíðindalítil nótt hjá lögreglu
5. ágúst, 2024
20240803 231405
Mikill mannfjöldi var samankominn í Herjólfsdal í gær. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Síðasta nótt Þjóðhátíðar var róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra.

„Enginn er í klefa nú í morgunsárið. Þá komu upp fimm minniháttar fíkniefnamál. Engar stórar líkamsárásir kærðar enn sem komið er, aðeins minniháttar pústrar eins og gengur og gerist þegar á annað tug þúsunda koma saman að skemmta sér.“

Nú heldur fólk til síns heima og vill Karl Gauti koma því á framfæri til þjóðhátíðargesta að passa vel upp á að bílstjórar séu allsgáðir þegar lagt sé í hann. „Kollegar okkar upp á Suðurlandi bjóða bílstjórum að blása áður en lagt er af stað frá Landeyjahöfn, og sé fólk í minnsta vafa er gott að kanna stöðuna.“ segir hann og bendir á að fyrra hafi þeir tekið einhverja tugi á mánudegi eftir Þjóðhátíð, sem mældust yfir mörkum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 5 Tbl EF
5. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Tónleikar Kórs Vídalínskirkju í Landakirkju
8. júní 2025
17:00
Tónleikar Kórs Vídalínskirkju
Landakirkja
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.