Félagið Saga Seafood hagnaðist um 461 milljón króna á liðnu ári. Rekja má stóran hluta hagnaðarins til kaupa Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.
Saga Seafood er í eigu Daða Pálssonar og fjölskyldu. Daði er forstjóri Laxeyjar og fyrrum framkvæmdastjóri Leo Seafood.
Í frétt miðilsins segir að samkvæmt ársreikningi VSV nam kaupverðið 1,5 milljarði króna og því má ætla að Saga Seafood hafi fengið um 300 milljónir í sinn hlut við söluna.
Árið áður hafði Saga Seafood hagnast um 77 milljónir króna. Eignir félagsins voru bókfærðar á 2,1 milljarð um áramótin en árið áður voru þær 241 milljón. Eigið fé nam 553 milljónum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst