Vegferð Írisar Þórs á Ólympíuleikana
Áfram Ísland!
8. ágúst, 2024
Frá því að ólympíukyndillinn fór í gegnum Bordeaux þar sem fjölskyldan var í vor. Ljósmynd/Aðsend

Ólympíuleikarnir í París voru settir sl. föstudag 26. júlí og standa til sunnudagsins 11. ágúst. Íslenski Ólympíuhópurinn telur alls 26 manns en meðal þeirra er tannlæknirinn og Eyjamærin Íris Þórsdóttir sem er stödd á leikunum í hlutverki sjálfboðaliða. Íris er í sambúð með Haraldri Pálssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags og eiga þau saman þrjú börn. Við fengum að heyra í Írisi áður en hún hélt til Parísar.  

Íris rak augun í auglýsingu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) á Instagram í lok október 2022 sem var á þá leið að þeir leituðu að einstaklingi sem talaði frönsku og hefði áhuga á að fara sem sjálfboðaliði á Ólympíuleikana. Þetta er í fyrsta skiptið sem ÍSÍ hefur fengið að velja þennan einstakling en sjálfboðaliðinn þarf sjálfur að sjá um umsóknina sína til Alþjóðaólympíusambandsins (IOC). Tekið var fram að viðkomandi þyrfti að vera að minnsta kosti 18 ára, með bílpróf og með góða skipulags- og samskiptahæfileika. 

Efins með að sækja um 

„Ég var satt að segja pínu efins með að sækja um því mér fannst ég vera alltof gömul fyrir þetta og fannst eins og umsækjendur yrðu pottþétt mikið yngri en ég. Svo að kvöldi 20. nóvember ákvað ég að henda bara inn umsókn og sé sko ekki eftir því í dag“ segir Íris og bætir við að þarna hafi hún verið kasólétt og hún eignaðist Rut dóttur sína svo morguninn 22. nóvember. 

„Ég var boðuð í viðtal með Kristínu Birnu Ólafsdóttur og Brynju Guðjónsdóttur hjá ÍSÍ þann 28. nóvember, þá alveg úti á túni með nýtt barn og steingleymdi viðtalinu, en áttaði mig nokkrum klukkutímum seinna og hringdi í algjöru panikki, en þær höfðu sem betur fer skilning á þessu öllu saman.“ 

Síðan þá hefur Íris þurft að senda inn hin ýmsu gögn til IOC, afrit af ökuskírteini, passamynd, afrit af vegabréfi og þess háttar. Einnig hefur hún verið í þjálfun fyrir verkefnið með kúrsum á netinu þar sem farið hefur verið yfir almennar reglur leikanna, þjónustulund og fagmennsku, samfélagsmiðlareglur og skipulag svo fátt eitt sé nefnt. 

Keyrt í lögreglufylgd í gegnum borgina 

Hluti af þjálfun sjálfboðaliðanna var ráðstefna í París 23. mars sl. sem var einskonar æfing fyrir skipuleggjendur Ólympíuleikanna en hún var haldin á Paris La Defense Arena, sem síðan þá hefur verið breytt í sundhöll þar sem sundkeppnin fer fram. 

Greinina má lesa í heild sinni í 14. tbl. Eyjafrétta.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst