Töpuðu dýrmætum stigum á heimavelli
Tomas Bent Mynd
Tóm­as Bent Magnús­son skoraði eitt marka ÍBV í kvöld.

Eyjamenn töpuðu í kvöld dýrmætum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar er liðið gerði jafntefli á heimavelli gegn ÍR. ÍBV komst yfir í leiknum þegar Viggó Val­geirs­son skoraði í fyrri hálfleik. Á 60. mín­útu fékk Jordi­an Fara­hani rautt spjald og ÍR-ingar manni færri það sem eftir lifði leiks.

Tóm­as Bent Magnús­son kom ÍBV í 2:0 á 65. mín­útu en ÍR-ingar minnkuðu muninn þegar 10 mínútur voru til leiksloka. 8 mínútum síðar jöfnuðu ÍR-ingar. Eyjamenn misnotuðu svo vítaspyrnu á lokaandartökum leiksins og þar við sat. Lokatölur 2-2 á Hásteinsvelli. Stigið sem ÍBV fékk í kvöld þýðir að liðið jafnar um stundarsakir a.m.k. topplið Fjölnis sem nú leikur gegn Njarðvík.

 

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.