Felix framlengir
Felix Ibvsp
Ljósmynd/ibvsport.is

Eyjamaðurinn Felix Örn Friðriksson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027. Felix hefur einungis leikið fyrir eitt félag á Íslandi, ÍBV, en hann hefur leikið 239 skráða KSÍ leiki og þar af 116 í efstu deild. Felix var á tíma á samningi hjá danska úrvalsdeildarliðinu Vejle en þangað fór hann á miðju sumri 2018.

Þá lék Felix tvo æfingaleiki með A-landsliði Íslands árið 2018 en hann hefur leikið 14 leiki með U21-árs landsliðinu og 10 leiki með öðrum yngri landsliðum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu ÍBV.

Þessi 25 ára bakvörður hefur allt frá því að hann vann sér sæti í meistaraflokksliði ÍBV árið 2016 leikið lykilhlutverk í liðinu en hann lék alla 22 leiki ÍBV í Bestu deild karla á síðustu leiktíð og skoraði í þeim þrjú mörk. Samtals á hann 12 mörk fyrir ÍBV, helming þeirra í efstu deild.

Felix hefur leikið 16 leiki af þeim 21 sem ÍBV hefur leikið í Lengjudeildinni í ár, en liðið situr á toppi deildarinnar þegar ein umferð er eftir. ÍBV heimsækir Leikni í Breiðholtið á laugardag en leikurinn hefst klukkan 14:00, með sigri tryggir ÍBV sæti í efstu deild að ári.

Knattspyrnuráð er ánægt með að halda jafn öflugum leikmanni og Felix er hjá félaginu næstu þrjú árin, segir ennfremur í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.