Árlegur fundur strandgæslna á Norðurlöndum fer fram í dag í Vestmannaeyjum. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar er fundurinn haldinn á Íslandi að þessu sinni. Fundað var í Finnlandi í fyrra og í Noregi á næsta ári.
„Það þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum að þessu sinni enda er saga Landhelgisgæslunnar tengd Vestmannaeyjum með órjúfanlegum böndum auk þess sem Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, var sýslumaður í Vestmannaeyjum frá 1992-1998 og þekkir vel til.” segir Ásgeir í samtali við Eyjafréttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst