Prestur ráðinn til að stýra Herjólfi
1. október, 2024
Oli Joi Pn
Ólafur Jóhann fyrir framan Herjólf í Landeyjahöfn.

Búið er að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. að Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn í starfið.

„Eftir mat á umsóknum, viðtöl við umsækjendur og umsagnir aðila hefur stjórn Herjólfs ohf. ákveðið samhljóða að ráða Ólaf Jóhann Borgþórsson í starf framkvæmdastjóra félagsins og mun hann hefja störf 1. janúar nk.

Ólafur er 43 ára að aldri og er fæddur í Vestmannaeyjum. Hann útskrifaðist með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og hefur starfað sem prestur frá árinu 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Ólafur Jóhann mun flytja búferlum til Vestmannaeyja.

Stjórn Herjólfs býður Ólaf Jóhann velkominn til starfa og  þakkar þeim sem sóttu um starfið fyrir þann áhuga sem þau sýndu.“ segir að endingu í tilkynningunni.

Páll Scheving, stjórnarformaður Herjólfs ohf. segir í samtali við Eyjafréttir að okkar helsti andstæðingur – er kemur að samgöngum – sé náttúran og því sé ekki slæmt að fá mann í starfið sem sé í góðum tengslum við almættið.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.