Jæja ágætu Eyjamenn. Nú er sumarið liðið og eins og gengur og gerist þegar gengur vel, þá er enginn að ræða samgöngumál. Nema kannski flugvöll í Hvassahrauni sem virðist vera aðalmálið í dag þrátt fyrir áhyggjur jarðvísindamanna. Það viðrar vel til siglinga og fer Herjólfur til Landeyjahafnar nær alla daga sem er verulega jákvætt. En eins mikið og ég vil trúa því að þetta verði svona áfram, þá segir reynslan að hlutirnir eru fljótir að breytast. Og þá verður allt vitlaust.
En þá kemur að stóru spurningunni. Hvað er að frétta af fyrirhugaðri skýrslu um jarðgöng ? Skýrslunni sem átti að segja okkur hvort þetta sé gerlegt, arðbært, o. s.frv. Skýrslunni sem átti að kynna í kringum goslokin en var frestað. Nú hefur Svandís Svavarsdóttir tekið við þessum málaflokki og vil ég biðja alla þá sem hafa einhver sambönd í V.G um að forvitnast um þetta fyrir mig—ef það eru einhverjir í Eyjum þar sem V.G virðist vera í meiri útrýmingarhættu en t.d. hvalurinn Það verður nefnilega ekkert gert í höfninni fyrr en niðurstaða með göng liggur fyrir.
En annars er svo sem hægt að skrifa um margt sem manni liggur á hjarta
Eins og listamannalaun sem hækka eins enginn sé morgundagurinn á meðan afreksfólkið okkar í íþróttum situr eftir þarf að standa sjálft undir kostnaði við ferðir sem það sinner fyrir landið okkar. Arnar Pétursson skrifaði áhugaverðan pistil um þetta sem ég hvet alla til að lesa.
Síðan eru heilbrigðismál, orkumál og fleira er hægt að fjalla um en læt þetta gott heita að sinni.
Nú er Miðflokkurinn á góðu skriði og hefur fólk verið að skrá sig í flokkinn. Ég hvet áhugasama til að ganga til liðs við okkur. Hægt að senda á mig post á gudnihjoll@gmail.com eða henda á mig skilaboðum á gamla góða messenger.
En eitt er víst að komist Miðflokkurinn í stjórn þá mun undirritaður vera duglegur að ýta við mönnum.
Guðni Hjörleifsson. (skipar 4.sæti í Suðurkjördæmi fyrir Miðflokkinn.)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst