Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg laugardaginn 2. nóvember frá klukkan 19-21.
Þá býðst börnum að ganga í hús í búningum í þeirri von að fá góðgæti í staðinn.
Mikil stemming hefur myndast undanfarin ár í kringum þessa skemmtilegu hefð og hafa íbúar verið duglegir að skreyta hjá sér í draugalegum stíl. Vonandi verður engin undantekning þar á nú í ár.