Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi mun ekki sækjast eftir sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi þingkosningum. Frá þessu greinir hún á facebook-síðu sinni í kvöld.
Þar segir: „Nú þegar boðað er til kosninga með stuttum fyrirvara er rétt að láta ykkur vita strax að ég mun ekki sækjast eftir sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Þá ákvörðun hef ég melt með mér og fjölskyldu minni í nokkurn tíma og er nú ákveðin í að þetta verði mitt síðasta kjörtímabil á þingi. Ég þakka þeim traustið sem hafa hvatt mig til að bjóða mig fram að nýju og þakka stuðning og samveru í pólítíkinni í bráðum 16 ár. En ég er ekki að kveðja alveg strax. Ég verð þingmaður fram að næstu kosningum.” segir Oddný.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst