Elmari Erlings gengur vel að fóta sig í nýju umhverfi
17. október, 2024

Eyjamaðurinn Elm­ar Erl­ings­son samdi fyrr á árinu við þýska handknattleiksfé­lagið Nor­d­horn-Lingen. Elmar hefur síðastliðin ár verið einn að lykilmönnum í ÍBV, en flutti nú í sumar til Þýskalands til að reyna fyrir sér í atvinnumennsku. Elmar er aðeins 19 ára gamall. Við fengum að spyrja hann nokkurra spurninga varðandi aðlögunina í nýju umhverfi í handboltanum. 

2. Bundsliga: HSG Nordhorn-Lingen - TV Großwallstadt 25:25
Mynd: Nordhorn-Lingen 

Hvernig hefur gengið að aðlagast nýju umhverfi, bæði æfingalega og persónulega? 

Það hefur gengið mjög vel. Við erum komin í fína íbúð á góðum stað. Ég er kominn vel inn í hópinn og það hefur gengið vel á æfingum. Utanumhaldið er einnig mjög gott hjá liðinu og það er hugsað vel um mann. 

Finnurðu fyrir miklum menningarmun?

Ekkert sérstaklega. Bara þetta klassíska, þjóðverjinn er mjög reglusamur og agaður. 

Hvernig hefur gengið að ná þýskunni?

Ég er svo heppin að hafa búið áður í Austurríki og þýskalandi á aldrinum 8 til 12 ára. þá lærði ég þýskuna og hef náð að viðhalda henni vel.

Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart eftir að þú fluttir út? 

í rauninni bara það að maður er í fyrsta skiptið að flytja að heiman og þá í annað land. En auðvitað finnst mér þetta þroskandi og spennandi tækifæri. Maður lærir að græja og gera allt sjálfur. 

Er mikill munur á æfingunum úti samanborið við hér heima?

Nei það finnst mér ekki. Prógrammið snýst bara mikið um það sama, það eru vídjófundir, boltaæfingar og lyftingaræfingar. Á boltaæfingum er þetta einnig mjög svipað og heima, hlaupaleikir, æfa á teig og bara týpískur handbolti.

Við óskum Elmari áframhaldandi góðs gengis.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.