Afturelding valtaði yfir ÍBV
DSC_4921
Kári Kristján Kristjánsson kominn í gegn. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Afturelding fór á topp Olís deildar karla í kvöld er liðið vann stórsigur á ÍBV á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Heimamenn fóru vel af stað í kvöld og komust fljótlega í örugga forystu. Staðan í leikhléi var 19-9. Eyjamenn náðu að minnka muninn í fimm mörk en nær komust þeir ekki. Fóru leikar þannig að Afturelding skoraði 38 mörk gegn 27 mörkum ÍBV.

Aft­ur­eld­ing fór með sigrinum upp í 11 stig og í topp­sæti deild­ar­inn­ar. ÍBV er hins vegar í sjötta sæti með 7 stig. Hjá ÍBV skoruðu þeir Andri Erl­ings­son, Mar­ino Gabrieri og Gauti Gunn­ars­son 4 mörk hver, Andrés Mar­el Sig­urðsson, Elís Þór Aðal­steins­son og Kári Kristján Kristjáns­son skoruðu hver um sig 3 mörk. Pet­ar Jokanovic varði 8 skot í marki ÍBV.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.