Á miðvikudaginn næstkomandi verður Bleiki dagurinn haldinn. Krabbameinsfélagið hvetjur landsmenn til að vera bleik – fyrir okkur öll og bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.
Í Vestmannaeyjum stendur til að halda ljósagöngu í tilefni dagsins. „Við stefnum að ljósagöngu upp á Eldfell á Bleika deginum, og hvetjum við sem flesta til að mæta við rætur Eldfells með höfuðljós. Gangan byrjar kl 20.00, en það fer eftir veðri hvort farið verður upp,” segir Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir, formaður Krabbavarnar í samtali við Eyjafréttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst