Bleiki dagurinn er í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu að á Bleika deginum séu allir hvattir til að vera bleik – fyrir okkur öll, bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.
Starfsmenn Skipalyftunnar létu sitt ekki eftir liggja á Bleika deginum, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Óskar Pétur Friðriksson tók í morgun þar sem starfsmönnum var boðið til vöfluveislu í tilefni dagsins. Auðvitað klæddust allir bleiku – svo var rjóminn líka í réttum lit.
Að sögn Stefáns Jónssonar, framkvæmdastjóra Skipalyftunnar er málefnið brýnt og mikilvægt að allir taki þátt. „Þetta málefni snertir okkur öll og því mikilvægt að taka þátt,” segir hann í stuttu samtali við Eyjafréttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst