Gleðin var við völd á árshátíð Vinnslustöðvarinnar um síðustu helgi. Fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar að hátt í 300 gestir hafi gert sér glaðan dag í Höllinni. Kvöldið hófst reyndar á Háaloftinu, og hafði Binni framkvæmdastjóri orð á því hversu margir kæmust eiginlega fyrir á Háaloftinu!
Á Háaloftinu var boðið upp á fordrykki og forréttahlaðborð. Því næst færðu gestirnir sig niður á neðri hæðina – í glæsilega skreyttan sal – þar sem borin var á borð dýrindis nautalund með öllu tilheyrandi. Elísabet Guðnadóttir og bróðir hennar, Hjálmar tóku nokkur lög sem féllu vel í kramið. Svo tóku skemmtiatriði við, þar sem veislustjórar kvöldins – þeir Jóel og Bjartmar – fóru á kostum.
Á meðan eftirréttirnir runnu ljúflega niður, skemmti Elísabet Ormslev gestum og síðan var komið að Degi Sigurðssyni að taka nokkur vel valin lög. Allt undir undirleik Gosanna, sem sáu svo um að halda uppi stuðinu á dansleik fyrir opnu húsi langt fram á nótt.
Myndasyrpu frá árshátíðinni má sjá hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst