Karl Gauti aftur í framboð?
Karl Gauti 24 Tms
Karl Gauti Hjaltason. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir – í samtali við Vísi –  að búið sé að hafa samband við hann varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Haft er eftir honum að hann íhugi það vandlega að taka sæti á lista flokksins verði honum boðið oddvitasætið.

„Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ er haft eftir Karli Gauta í fréttinni.

Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, hafði áður gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hann tilkynnti í færslu á Facebook að vegna persónulegra ástæðna dragi hann framboð sitt til baka. „Ég þakka kærlega fyrir stuðninginn og hvatninguna. Þið vitið hver þið eruð,“ kom fram hjá Tómasi.

Búist er við að Miðflokkurinn kynni framboðslista sinn í Suðurkjördæmi á allra næstu dögum.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.