Áfram landað fyrir austan
sjomadur_bergey_opf_22
Myndin er tekin um borð í Bergey VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Tveir togarar Síldarvinnslusamstæðunnar lönduðu á Seyðisfirði í gærkvöldi og í morgun. Í gærkvöldi kom Bergur VE með fullfermi. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að aflinn hafi mest verið ýsa, en veitt var á Gerpisflaki og á Gula teppinu. „Segja má að túrinn hafi gengið vel í alla staði,” segir Jón. Bergur hélt á ný til veiða að löndun lokinni, segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar.

Þá segir að Gullver NS hafi landað fullfermi á Seyðisfirði í morgun. Hjálmar Ólafur Bjarnason skipstjóri segir að í túrnum hafi verið gott kropp og smáskot þess á milli. “Við vorum á Gerpisflakinu meirihlutann af túrnum en enduðum síðan á Herðablaðinu. Aflinn var nánast eingöngu ýsa og þorskur,” segir Hjálmar. Gullver heldur til veiða á ný á miðvikudagskvöld.

Vestmannaey VE landaði í Neskaupstað í morgun og var uppistaða aflans ýsa. Vestmannaey mun halda til veiða að löndun lokinni en ráðgert er að bæði Bergur og Vestmannaey landi á ný á fimmtudag.

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.