Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir fyrir alla landshluta. Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Gul viðvörun vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austfjörðum, á Miðhálendi og á Ströndu og norðurlandi vestra.
Viðvörun á Suðurlandi tekur gildi klukkan 6.00 og verður í gildi til klukkan 13.00 á morgun. Í viðvörunarorðum segir: Norðvestan og vestan 15-23 m/s og éljahryðjur með snörpum vindhviðum og lélegu skyggni. Líkur á að færð spillist á fjallvegum. Varasamt ferðaveður.
Lögreglan í Vestmannaeyjum vekur athygli á að veðurspáin er slæm næsta sólarhringinn og full ástæða til þess að festa rækilega niður lausamuni. Gert er ráð fyrir NV stormi undir morgun sem mun ganga niður þegar líður á morgundaginn. Má búast við snörpum hviðum sem gætu hæglega náð 40 m/sek.
Á laugardag:
Norðan 8-15 m/s, en 15-23 austantil fram eftir degi. Snjókoma með köflum, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti um eða undir frostmarki. Dregur úr ofankomu síðdegis.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðan 8-15 og él, en þurrt að kalla sunnan heiða. Frost 2 til 10 stig.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt og snjókoma með köflum um landið norðaustanvert, annars úrkomulítið. Áfram kalt í veðri.
Spá gerð: 14.11.2024 08:22. Gildir til: 21.11.2024 12:00.
Allhvöss eða hvöss suðvestanátt í dag og hlýtt í veðri. Súld eða rigning, en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Á Norðurlandi eru snarpir vindstrengir og því gul viðvörun í gildi. Í kvöld og nótt ganga kuldaskil austur yfir landið og það snöggkólnar.
Á morgun er spáð norðvestan illviðri. Fyrri part dags má búast við hvössum éljagangi á vesturhluta landsins, en uppúr hádegi gengur í hvassviðri eða storm norðan- og austanlands með hríðarveðri. Seint um kvöldið bætir svo enn frekar í vind á Suðausturlandi og Austfjörðum.
Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna þessa veðurs og er fólk hvatt til að fylgjast með veðurspám.
Á laugardag er svo útlit fyrir minnkandi norðanátt með éljagangi norðan- og austanlands. Frost um mest allt land.
Spá gerð: 14.11.2024 06:27. Gildir til: 15.11.2024 00:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst