Fyrir afa – Katrín og Sigurgeir í Sagnheimum
21. nóvember, 2024
Sigurgeir og Katrín ánægð með afraksturinn.

Á laugardaginn kemur, 23. nóvember kl. 13.00 mun Sigurgeir Jónsson kynna nýja bók sína Fyrir afa, nokkrar smásögur í Sagnheimum. Með honum í för verður sonardóttir hans, Katrín Hersisdóttir, sem myndskreytti bókina. Einnig mætir sonurinn Jarl ásamt fylgdarliði.

Þetta er 14. bók Sigurgeirs og að hans sögn sú síðasta. Hér er um ljúfa fjölskyldustund að ræða sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara núna í aðdraganda aðventunnar.

Ein af myndum Katrínar í bókinni.

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst