Klukkan 15.00 í dag höfðu 29,2% kjörgengra íbúa í Vestmannaeyjum mætt á kjörstað í Barnaskóla Vestmannaeyja. Er það ívið lakari kjörsókn en á sama tíma í þingkosningunum fyrir þremur árum.
Þá höfðu 964 manns kosið (31,5%) á móti 910 nú, samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn í Vestmannaeyjum. Framkomin utankjörfundaratkvæði eru 597. Á kjörskrá eru 3.115, en til samanburðar voru á kjörskrá fyrir þremur árum 3.063. Kjörfundur er í Barnaskólanum og stendur hann til klukkan 22.00 í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst