Bandarísk knattspyrnukona til ÍBV
3. desember, 2024
Ally Clark

Bandaríska knattspyrnukonan Ally Clark hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild kvenna á leiktímabilinu 2025. Ally getur leikið margar stöður á vellinum og kemur til með að styrkja lið ÍBV, segir í tilkynningu á vefsíðu félagsins.

Henni hefur verið lýst sem hröðum og beinskeyttum leikmanni og tala fyrrum samherjar og þjálfarar hennar um hana sem góðan leikmann og manneskju.

Ally hefur leikið á árinu með Odense í efstu deild Danmerkur og einnig með Apollon frá Kýpur sem voru ekki langt frá því að vinna sér inn leik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Áður en hún færði sig yfir hafið til Evrópu þá hafði hún leikið í nokkur ár í háskóla í Columbia og eitt ár í Colorado. Knattspyrnuráð fagnar komu Ally til félagsins og vonast til að hún muni hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum, segir að endingu í tilkynningunni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.