Liðsstyrkur til ÍBV
Eyja ÍBV ÍR 3L2A5553
Frá leik ÍBV og ÍR á Hásteinsvelli. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Knattspyrnudeild ÍBV tilkynnti í dag um að samið hafi verið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Bestudeildinni á komandi leiktíð. Annars vegar er það serbneski miðjumaður að nafni Milan Tomic sem kemur frá Vrsac sem leikur í næstefstu deild í Serbíu. Milan er 24 ára miðjumaður sem hefur leikið með nokkrum liðum í Serbíu og makedónska efstu deildarliðinu Brera. Hann hefur mest leikið sem varnarsinnaður miðjumaður á leiktíðinni en getur einnig leyst aðrar stöður í vörn og á miðjunni.

Þá hefur sænskur miðvörður að nafni Mattias Edeland gengið til liðs við félagið og skrifar hann undir tveggja ára samning. Mattias er 25 ára gamall og kemur til félagsins frá sænska liðinu IFK Stocksund sem leikur í þriðju efstu deild í Svíþjóð. Mattias kom til Stocksund frá Trosa-Vagnharad en áður hafði hann verið á mála hjá Huddinge IF. Hann hefur leikið nánast hverja einustu mínútu hjá Stocksund á leiktíðinni og þótt standa sig vel. Þá segir í tilkynningunni að knattspyrnuráð bjóði báða þessa leikmenn velkomna til félagsins.

 

Nýjustu fréttir

Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.