Þýskur markmannsþjálfari til ÍBV
Kristian Barbuscak hefur verið ráðinn til ÍBV

Þýski markmannsþjálfarinn Kristian Barbuscak hefur verið ráðinn til ÍBV en mun hann taka við af Mikkel Hasling sem yfirgaf ÍBV eftir góðan tíma hjá félaginu. Kristian semur til loka árs 2025, að því er segir í frétt á heimasíðu félagsins.

Kristian sem er 44 ára hefur starfað víða sem markmannsþjálfari frá 29 ára aldri en hann starfaði meðal annars í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum hjá Al-Wasl, Kasakstan, hjá tveimur tékkneskum 2. deildarliðum og hjá þýska liðinu Augsburg.

Á sínum leikmannaferli lék hann með unglingaliðum Bayern Munich og var einnig á mála hjá Lazio, Austria Vienna og bandaríska liðinu Metro Stars, segir ennfremur í fréttinni.

 

Nýjustu fréttir

Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.