ÍBV fær varnarmann á láni
Birgir Ómar og Þorlákur Árnason, þjálfari handsala samninginn. Ljósmynd/ibvsport.is

Knattspyrnumaðurinn Birgir Ómar Hlynsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi út keppnistímabilið 2025. Hann kemur til liðsins frá Þór þar sem hann hefur leikið 89 leiki, langflesta í Lengjudeildinni. Í tilkynningu á heimasíðu ÍBV segir að Birgir sé 23 ára bakvörður sem er uppalinn hjá Þór og hefur leikið þar allan sinn feril, meðal annars á meðan Þorlákur Árnason var þjálfari þeirra.

„Birgir Ómar er gríðarlega hraður varnarmaður sem er einnig með mjög góða boltameðferð. Hann hefur spilað bæði miðvörð og bakvörð á sínum ferli en við hugsum hann fyrst og fremst sem bakvörð í okkar liði,“ er haft eftir Þorláki Árnasyni í tilkynningunni. Þá segir að knattspyrnuráð bjóði Birgi velkominn til Vestmannaeyja og hlakkar til samstarfsins.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.