Íris bæjarstjóri – Ómetanlegt afrek og metnaður
8. febrúar, 2025
Íris heiðrar Ingiberg í Eldheimum.

Skilgreinum okkur út frá þessum mikla atburði

„Það er mér mikil ánægja, fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að heiðra Ingiberg Óskarsson nákvæmlega á þessum degi. Því í dag minnumst við þess að rétt 52 ár eru nú liðin frá því eldgos braust út á Heimaey. Það er því ómetanlegt afrek hjá Ingibergi að leggja svo mikinn metnað í að freista þess að safna saman og skrásetja yfirlit yfir alla þá tæplega 5000 Eyjamenn sem yfirgáfu Vestmannaeyjar nóttina örlagaríku,“ sagði Íris bæjarstjóri við athöfn 23. janúar í Eldheimum þar sem Ingibergur Óskarsson var heiðraður fyrir framtakið 1973 – Allir í bátana og bætti við að fyrir þetta afrek Ingibergs stöndum við öll Vestmannaeyingar í mikilli þakkarskuld.

Íris sagði að vænst þætti henni um allar hinar ólíku frásagnir sem Ingibergur hefur náð að safna saman. Hver og einasti sem flýði Eyjar þessa örlagaríku nótt ætti sína sérstöku frásögn sem megi ekki gleymast. „Jafnvel þau okkar sem voru of lítil til að muna atburðina sjálfa eigum minningar sem aðrir hafa sagt okkur. Frásagnir fjölskyldunnar eru orðnar lifandi veruleiki í lífi okkar og oft erfitt að greina í sundur það sem aðrir sögðu og hitt sem maður upplifði sjálfur,“ sagði Íris sem var eins árs í gosinu og mamma hennar komin sjö mánuði á leið. Fjölskyldan fór upp á land og sneri aftur.

Þakka öllum sem komu að verki

„Um leið og Vestmannaeyjabær þakkar Ingibergi þetta stóra framtak er ástæða til að þakka einnig öllum sem koma að því að setja efnið upp með þeim hætti að það nái til sem allra flestra með nútímatækni. Eins og við sáum verða gögnin aðgengileg á Heimaslóð en þau verða jafnframt varðveitt í Safnahúsinu sem þarf að halda verkefninu áfram eins og hægt er með aðstoð og undir forystu Ingibergs, Ómars, Frosta og annarra. Ingibergur hefur unnið ótrúlegt starf, enn er hægt að finna aðeins meira, draga fram fleiri frásagnir og draga fram aðrar myndir sem segja söguna með breyttum blæ eða annarri framvindu.

Við skilgreinum okkur sjálf sem Vestmannaeyinga út frá þessum mikla atburði. Samstaða og samkennd sem einkennir okkar samfélag sér í lagi þegar áfall verða, tengist sjálfsagt þessari erfiðu reynslu fyrir 52 árum. Fyrir okkur er þessi dagur lifandi veruleiki og verður ávallt. Einmitt þess vegna þarf og verður að gera hvorutveggja í senn: Að gera ávallt aðgengilegar eins og frekast er kostur öll þessi ómetanlegu verðmæti sem tekist hefur að ná í sem og að halda áfram meðan enn er nokkur von um frekari heimildir. Ingibergur byrjaði verk sitt fyrir meira en áratug og því gat hann náð í margt það sem horfið er núna. Það má aðeins velta fyrir sér ef hann hefði ekki lagt í þetta mikla starf, hversu fátækari við Vestmannaeyingar?

Íris sagði seigluna og ástríðuna fyrir heimkynnunum reyndust sterkari en heilt eldgos í bakgarðinum og smám saman byggðist aftur upp það einstaka samfélag sem við þekkjum og eigum í dag. „Fyrir það er þakkað sem og fyrir þá vinnu sem Ingibergur Óskarsson hefur lagt á sig til að varðveita og miðla áfram minningum sem aldrei mega gleymast,“ sagði Íris.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst