Liðin skiptu með sér stigunum
Eyja 3L2A9914
Eyjamenn í sókn. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV og Afturelding mættust í kvöld í Olísdeild karla. ÍBV leiddi í leikhléi 18 – 16, en afturelding náði að jafna um miðbik síðari hálfleiks 22-22. Jafnræði var með liðunum eftir það en Eyjaliðið komst tveimur mörkum yfir nokkrum sinnum. þegar skammt var eftir komst ÍBV í 35-33 en Afturelding skoraði tvö síðustu mörk leiksins og lauk honum með jafntefli, 35-35.

Hjá Eyjamönnum voru Daniel Esteves Vieira og Sig­trygg­ur Daði Rún­ars­son markahæstir með 8 mörk, Sveinn Jose Ri­vera skoraði 5, Gauti Gunn­ars­son og Dag­ur Arn­ars­son gerðu 4 mörk og Andrés Mar­el Sig­urðsson 3. Pet­ar Jokanovic varði 12 skot í markinu. ÍBV er eftir leiki kvöldsins í sjötta sæti með 19 stig en Afturelding er í því fjórða með 25 stig. Næst tekur við hjá báðum þessum liðum Final Four í Laugardalshöll. Þar mætir ÍBV Stjörnunni og Afturelding mætir Fram.

Nýjustu fréttir

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.