Geisli hefur undanfarin ár boðið öllum sem heimsækja heimasíðu þeirra upp á beinar útsendingar frá Eyjum í gegnum vefmyndavélar.
Að sögn Þórarins Sigurðssonar, eiganda Geisla hafa þau verið að bæta við myndavélum upp á síðkastið. ,,Það er gaman frá því að segja að við vorum að setja upp nýja vél í samstarfi við Ísfélagið sem myndar þá innsiglinguna, Heimaklett og austari hluta hafnarinnar.”
Þá segir Þórarinn að ákveðið hafi verið að vera með ljóðlínur við hverja vél úr textum Ása í Bæ. ,,Eins og við þessa nýjustu, þar stendur: Á Klettsvíkina kom ég fyrr, og kannast þar við hverja hlein.”
Hann segir að enn eigi eftir að bætast við ein vél til viðbótar. “Undirskrift af þeirri vél verður “Ó, manstu út við Ægisdyr, er aftansólin fegurst skein” og segir það allt um það sjónarhorn sem vélin mun bjóða uppá” segir Þórarinn og bætir við að það sé ótrúlegt að fylgjast með heimsóknartölum á síðuna. ,,Það eru fleiri þúsund heimsóknir á sólarhring og mest þegar veður eru slæm” segir hann.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.