Bókasafnið býður upp á skemmtilegan viðburð í Einarsstofu laugardaginn 22. mars næstkomandi, en þá verður haldinn svokallaður plöntuskiptimarkaður. Þarna skapast tækifæri fyrir allt plöntuáhugafólk að losa sig við plöntu og gefa henni nýtt heimili og jafnvel finna nýja plöntu í staðinn.
Þeir sem eiga plöntu sem þeir vilja losa sig við eða deila með öðrum geta komið með hana í Einarsstofu, skilið hana eftir og í staðinn valið sér aðra plöntu ef þeir vilja. Fyrir þá sem ekki eiga plöntu en hafa áhuga á að ná sér í plöntu er einnig velkomið að koma og skoða hvort þeir finni plöntu.
Frábært leið til að deila plöntuáhuganum, minnka sóun og stuðla að sjálfbærni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst