Nú er verið að bera út til áskrifenda mars-blað Eyjafrétta. Blaðið er fullt af áhugaverðu efni. Byggingamarkaðnum í Eyjum er gerð góð skil og er rætt við fjölmarga iðnaðarmenn. Þá er Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna í viðtali.
Einnig er ítarlegt viðtal við Óskar Sigurðsson og Gunnlaugu Sigurðardóttur. Þau ásamt börnunum una sér vel á Nýja Sjálandi. Halldór Snæland, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku fer yfir fyrirtækjareikninga Auðar sem standa öllum fyrirtækjum til boða, óháð því hvort þau séu í öðrum viðskiptum við Kviku.
Hér geta áskrifendur lesið blaðið rafrænt. Sértu ekki áskrifandi en vilt gerast áskrifandi þá getur þú smellt hér. Einnig er blaðið selt í lausasölu á Kletti og í Tvistinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst