Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Suðausturlandi.
Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 30 mars kl. 14:00 og gildir til kl. 17:00. Suðaustan 13-20 m/s, hvassast við fjöll. Snjókoma og lélegt skyggni, einkum á Hellisheiði og í Þrenglsum.
Á mánudag:
Suðvestan 13-20 m/s, hvassast á Norðurlandi. Rigning eða slydda framan af degi og síðar él, en úrkomulítið norðaustantil. Dregur úr vindi seinnipartinn, en gengur í suðaustan 10-15 með slyddu eða rigningu S-til um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða slydda, en lengst af þurrt norðaustantil. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast eystra.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt, kaldi eða strekkingur og él eða dálítil snjókoma. Hiti nærri frostmarki.
Á fimmtudag:
Hæg sunnanátt og skýjað með köflum, en kaldi og sums staðar væta vestast. Hlýnandi veður.
Á föstudag:
Útlit hæga vinda og hlýindi. Skýjað á vestanverðu landinu, en annars yfirleitt léttskýjað.
Spá gerð: 29.03.2025 08:18. Gildir til: 05.04.2025 12:00.
Suðaustur af landinu er lægð á hreyfingu austur og vindur því austlægur. Allhvasst og talsverð snjókoma á Suðausturlandi til kvölds, en annars mun hægara og úrkomuminna. Dregur síðan úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt og víð avægt frost.
Morgundagurinn byrjar rólega, en ný lægð nálgast að sunnan og gengur þá í allhvassa eða hvassa austan- og suðaustanátt með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu og hlýnar í veðri, hvassast syðst. Úrkomulítið norðaustanlands til kvölds, en síðar snjókoma með köflum.
Lægðin er komin yfir Vestfirði á mánudagsmorgun og snýst þá í allhvassa eða hvassa suðvestanátt með slyddu eða rigningu, en síðar éljum. Næsta lægð kemur síðan á mánudagskvöldi með rigningu eða slyddu syðra.
Spá gerð: 29.03.2025 16:14. Gildir til: 30.03.2025 00:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst