Ævintýralegt líf Kolbrúnar Ingu
31. mars, 2025
Kolbrún Inga ásamt syni sínum Atlasi Neo.

Kolbrún Inga Stefánsdóttir eða Kolla eins og hún er oftast kölluð er 34 ára, fædd á Akureyri en uppalin í Vestmannaeyjum. Hún á einn son, Atlas Neo, sem er átta ára gamall. Kolla er dóttir Svövu Gunnarsdóttur og Stefáns Birgissonar. Líf Kollu hefur verið mikið ævintýri á síðastliðnum árum, en hún hefur búið og ferðast til fjölmargra landa. Hún flutti fyrst erlendis aðeins 19 ára gömul og hefur síðan þá meira og minna búið úti.

Náin mæðgin.

Ferðalag Kollu hófst þegar hún flutti til Kína árið 2009, þar sem Biggi bróðir hennar býr, en hann var hennar hægri hönd á þeim tíma segir hún. Þaðan lá leið hennar til Taílands, og síðan í nám til Shanghai árið 2015 ásamt barnsföður sínum. Fljótlega eftir það kemst Kolla að því að hún sé ólétt og var hún afar glöð með það en var á sama tíma hrædd um að draumurinn um ferðalög væri farinn út um gluggann. En það reyndist alls ekki raunin þegar uppi var staðið. Hún fékk í raun besta ferðafélaga í heimi í fangið segir hún. Þau skírðu strákinn Atlas og var hún var staðráðin í að ferðast með hann um allan heim, sem að hún svo gerði. ,,Fyrstu 3 árin hans Atlasar ferðuðumst/bjuggum við í 19 löndum og fluttum síðan til Marbella á Spáni þar sem við búum núna. Maður getur allt sem maður ætlar sér og þó að maður eignist barn þá er það bara enn þá meira ævintýri.“ Segir Kolla.

Frá Eyjum út í hinn stóra heim

Að flytja frá litla samfélaginu í Vestmannaeyjum út í hinn stóra heim hefur kennt Kollu margt. Á þessum tíma hefur Kolla kynnst ólíkum menningarheimum og lært ný tungumál sem hún segir skemmtilegt en krefjandi á sama tíma. Það sem hafi komið henni mest á óvart við að búa erlendis sé hversu mikil forréttindi það séu að fæðast á Íslandi. „Það að hafa hita, rafmagn og þak yfir höfuðið er ekki sjálfsagt. Í Asíu sá ég heilu fjölskyldurnar búa saman í litlum húsum án salernis og þá lærði ég að þakka fyrir það sem ég áður tók sem sjálfsögðum hlut.“

Kolla segist einnig finna mun á því að ala upp barn erlendis miðað við það sem hún þekkti sjálf sem barn. „Ég er alin upp við að leika úti frá morgni til kvölds og koma heim þegar það var byrjað að dimma, en þegar maður er með barn í útlöndum þá tekur maður ekki augun af þeim í eina mínútu.“

Að heimsækja Vestmannaeyjar, hefur alltaf verið henni mikilvægt og saknar hún fjölskyldunnar mest af öllu. Hún kemur yfirleitt 1–2 sinnum á ári og nýtir sumartímann til að vera með sínum nánustu. „Þeir sem þekkja mig vita að ég elska ekkert meira en að vera í faðmi fjölskyldunnar,“ segir hún og bætir við að henni hlakki mikið til að koma „heim“ í sumar. Það fyrsta sem hún ætli að gera þegar hún kemur til Eyja sé að hitta fjölskyldu og vini, fara í sund og fjallgöngu ásamt því að njóta góðra máltíða. ,,Við erum ótrúlega heppinn með frábæra matsölustaði í Vestmannaeyjum en ekkert toppar matinn hjá mömmu og pabba.“

Heilsan í fyrsta sæti  

Í dag starfar Kolla sem einkaþjálfari og jógakennari. Hennar fókus síðastliðin ár hefur verið á andlega og líkamlega heilsu. Kolla vinnur einnig á meðferðarheimilum þar sem hún þjálfar og kennir hugleiðslu. En hún fer einnig heim til fólks og þjálfar það.

„Mig langar að minna fólk á að við eigum öll 1000 drauma , en ef maður missir heilsuna þá á maður aðeins einn draum: að fá heilsuna til baka.“

Þó Kolla sjái ekki fyrir sér að flytja aftur heim til Íslands strax, þá útilokar hún það ekki. „Ef ég myndi flytja heim, þá væru Vestmannaeyjar alltaf fyrsta val.“

Kolla heldur úti áhugaverðrum Instagram reikningi (healthbykolla) fyrir þá sem vilja fylgjast með henni. Þar sameinar hún áhugamál sín um þjálfun, heilsu og ferðalög. Kolla er frábær fyrirmynd sem sýnir að það er vel hægt að fylgja draumum sínum þó maður eigi barn/börn.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst