Lokaumferð Olísdeildar kvenna fór fram í kvöld. Í Eyjum tók ÍBV á móti Haukum og enduðu leikar þannig að Haukar sigruðu með einu marki, 24-25. Þrátt fyrir tapið náði ÍBV inn í úrslitakeppnina.
Liðið endaði í sjötta sæti en Stjarnan sem töpuðu fyrir deildarmeisturum Vals í kvöld enduðu með jafn mörg stig og fer í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Birna Berg Haraldsdóttir var langmarkahæst hjá ÍBV með 13 mörk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst