Í dag var haldin flugslysaæfing í Vestmannaeyjum. Að æfingunni stóðu Isavia og viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum. Slíkar æfingar eru haldnar með reglubundnum hætti á öllum flugvöllum á landinu og í ár var m.a. komið að Vestmannaeyjaflugvelli.
Í gær var haldin sérstök skrifborðsæfing og síðdegis í dag var sjálf flugslysaæfingin með þátttöku allra helstu viðbragðsaðila og sjálfboðaliða sem léku slasað fólk, en líkt var eftir flugslysi á flugvellinum. Halldór B. Halldórsson fylgdist með æfingunni í gegnum linsuna. Myndir og myndband má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst