Rannveig Ísfjörð – byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar 
4. apríl, 2025

Rannveig Ísfjörð hefur nýverið hafið störf sem byggingarfulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ. Rannveig er gift Pálma Harðarsyni og saman eiga þau fjögur börn. Hún flutti til Vestmannaeyja haustið 2011 og hefur búið hér síðan. Fyrstu starfsárin í Eyjum vann hún sem afgreiðslustjóri Herjólfs hjá Eimskip, en færði sig svo yfir í byggingargeirann og hefur unnið hjá Teiknistofu PZ, Mannvit (nú Cowi) og aftur hjá TPZ áður en hún tók við nýju starfi hjá bænum. Rannveig lauk B.Sc. gráðu í byggingartæknifræði með áherslu á framkvæmdir og lagnir, og síðar M.Sc. gráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig löggiltur hönnuður aðal- og séruppdrátta frá árinu 2024, hefur lokið námi í verkefnastjórnun frá HR og er langt komin með meistaranám í forystu og stjórnun á sviði mannauðsmála við Háskólann á Bifröst. Rannveig veitti Eyjafréttum viðtal um starfið og gaf okkur innsýn í byggingar og framkvæmdir á döfinni.  

Aukin eftirspurn í Vestmannaeyjum 

Rannveig segir eftirspurn eftir lóðum í Vestmannaeyjum hafa aukist verulega undanfarin ár, bæði fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Þessi þróun endurspegli aukinn áhuga á búsetu og uppbyggingu í bænum, sem sjáist skýrt í framkvæmdum dagsins í dag. Samkvæmt mælaborði HMS eru nú 44 íbúðir í byggingu í Vestmannaeyjum, en hægt er að fylgjast með þróun byggingarmarkaðarins á landsvísu þar í gegnum opinber gögn. 

Stærstu framkvæmdir sem nú eru í gangi á vegum bæjarins eru viðbygging við íþróttamiðstöðina og lagning gervigrass á Hásteinsvelli. Einnig stendur yfir lokafrágangur á nýrri deild leikskólans Kirkjugerðis. „Það er alltaf nóg að gera í framkvæmdum hjá bænum, hvort sem um er að ræða viðhald eldri bygginga eða nýframkvæmdir,“ segir Rannveig. 

Rannveig hóf störf fyrr á árinu og segist líka starfið afar vel hingað til. „Ef ég ætti að nefna það sem mér finnst best við starfið, þá væri það án efa fjölbreytnin og það að fá að taka virkan þátt í uppbyggingu bæjarins,“ segir hún. Dagleg verkefni hennar snúa meðal annars að afgreiðslu byggingarleyfa, eftirliti með framkvæmdum og ráðgjöf við íbúa og fyrirtæki. 

Þó fylgi starfinu einnig áskoranir – eins og að tryggja að framkvæmdir samræmist lögum og reglum og vinna í nánu samstarfi við hagsmunaaðila sem geta haft ólíkar skoðanir á skipulagsmálum – þá telur hún það vera hluta af spennandi og krefjandi starfsvettvangi. „Fyrir þá sem hafa áhuga á skipulagi og byggingarmálum, er þetta virkilega áhugavert starf,“ bætir hún við. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst