Dómsmálaráðherra hefur sett Arndísi Báru Ingimarsdóttur í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum til tólf mánaða, frá og með 1. apríl 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu.
Arndís Bára lauk fullnaðarprófi í lögfræði árið 2014 og hefur unnið hjá embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá árinu 2016 sem saksóknarafulltrúi, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjóra. Hún hefur tvívegis verið sett sem lögreglustjóri , annarsvegar frá 13. júlí til 15. nóvember 2020 og hins vegar frá 1. nóvember 2024 – 31. mars 2025.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst