Minnisvarðinn sem Sjómannadagsráð, fyrir atbeina Ríkharðs Zoëga Stefánssonar, kom upp á Skansinum er veglegur bautasteinn reistur sjómönnum. Því miður var villa í einu nafnanna á síðustu plötunni og bent hefur verið á fáein nöfn sem þar ættu að vera með á listanum. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum og því verður síðasta platan endurgerð með leiðréttingunni og umræddum viðbótum um komandi sjómannadagshelgi.
Af því tilefni birtum við listann aftur með nöfnum allra þeirra sem verða á síðustu plötunni og biðjum þá sem höfðu samband um að gæta að hvort leiðréttingar eða viðbætur þeirra hafi ekki örugglega skilað sér sem og ef nokkrir aðrir kynnu að bæta um. Vinsamlegast hafið samband við Sjómannadagsráð eða Kára Bjarnason í síma 892 9286 eða á netfangið kari@vestmannaeyjar.is.
Í upphafi þykir rétt að endurtaka, til að leitast við að taka af vafa um hvernig listinn er hugsaður, eftirfarandi samantekt:
Formálsorðin á minnisvarðanum hefjast á þessum orðum: ,,Á minnisvarðann eru rituð nöfn allra þeirra Vestmannaeyinga sem vitað er að hafa farist í hafi sem og annarra er hafa horfið í sjóinn umhverfis Eyjar. Þá eru einnig nefndir einstaklingar sem fallið hafa í höfnina.”
Á listanum eiga því að vera:
Þrátt fyrir ofangreind orð þykir rétt að nýta tækifærið við endurgerð síðustu plötunnar og aðskilja þar þá sem létust um borð í skipi sínu, þ.e. fóru ekki í sjóinn, við meginlistann. Nöfn þeirra eru því höfð síðast á plötunni með sérstakri yfirskrift.
Við sem stöndum að minnisvarðanum ætlum okkur á næstu þremur árum að:
Rétt er að taka fram að listinn eins og hann birtist hér að neðan er ítarlegri en hann mun birtast á minnisvarðanum, enda plássið þar takmarkað. Viðbótarupplýsingarnar (sem allar eru settar innan sviga) auðvelda hins vegar þeim sem fara yfir listann að átta sig á um hvaða einstakling er að ræða hverju sinni, auk þess sem þessar heimildir eru aðföng okkar að næstu áföngum sem raktir eru hér að ofan.
Við gerum okkur grein fyrir að verkefnið verður aldrei fullkomið en með aðstoð ykkar vonumst við til að það verði svo vel unnið að það megi með réttu kallast virðingarvottur við alla þá er látið hafa lífið í hafi, við skyldustörf um borð á hafi eða fallið í höfnina.
Ágúst Gíslason ((Ágúst í Valhöll), 24. desember 1922, lést af slysförum þannig, að hann fannst, fallinn í sjó, í fjörunni við gömlu bæjarbryggjuna.)
Eðvald Valdórsson (hvarf í hafið um miðjan nóvember 1942. Nálægt Seyðisfirði en var frá Vestmannaeyjum.)
Hafsteinn Snorrason (10. nóv. 1960, drukknaði í höfninni.)
Ingi Þorgrímur Pétursson (5. jan. 1962, drukknaði við strendur Kólumbíu – Eyjamaður.)
Guðni Friðriksson (23. mars 1963, drukknaði þegar Erlingur IV VE 45 fórst.)
Samúel Ingvarsson (23. mars 1963, drukknaði þegar Erlingur IV VE 45 fórst.)
Þorgeir Frímannsson (26. apríl 1963, féll útbyrðis af Herjólfi)
Baldur Björn Guðjónsson (4. júlí 1963, drukknaði í höfninni. Barn.)
Guðfinnur Marelsson (6. ágúst 1963, féll útbyrðis af Erlingi VE 30 og drukknaði.)
Gunnlaugur Sigurðsson (29. nóv. 1963, einn 5 sem drukknaði er Hólmar GK 546 fórst. Eini frá Eyjum.)
Gunnar Bernhard Jónsson (1. maí 1964, drukknaði í höfninni.)
Gunnar Finnbogason (24. maí 1964, drukknaði við Teistuhelli. Unglingur.)
Stefán Kristvin Pálsson (5. jan. 1965, drukknaði í höfninni.)
Örlygur Haraldsson (29. júní 1965, drukknaði í höfninni.)
Kristján Ríkharðsson (1. des. 1965, drukknaði í höfninni.)
Bragi S. Svavarsson (4. febrúar 1966 drukknaði í höfninni.)
Gísli Egill Benediktsson (3. maí 1967, féll í sjóinn úr flugvél. Flugstjóri)
Ásgeir Hinrik Einarsson (3. maí 1967, féll í sjóinn úr flugvél. Flugmaður)
Finnur Thomas Finnsson (3. maí 1967, féll í sjóinn úr flugvél. Aðstoðarflugmaður, lauk prófum sem atvinnuflugmaður daginn áður. Hann var Hjálmarsson Finnssonar en bar föðurnafn föður síns.)
Sigurður Pétur Oddsson (14. ágúst 1968, drukknaði í höfninni í Aberdeen. Eyjamaður.)
Grétar Skaftason (5. nóv. 1968, drukknaði er vélbáturinn Þráinn NK 70 fórst við Eyjar.)
Helgi Kristinsson (5. nóv. 1968, drukknaði er vélbáturinn Þráinn NK 70 fórst við Eyjar.)
Guðmundur Gíslason (5. nóv. 1968, drukknaði er vélbáturinn Þráinn NK 70 fórst við Eyjar.)
Einar Þorfinnur Magnússon (5. nóv. 1968, drukknaði er vélbáturinn Þráinn NK 70 fórst við Eyjar.)
Einar Marvin Ólason (5. nóv. 1968, drukknaði er vélbáturinn Þráinn NK 70 fórst við Eyjar.)
Gunnar Björgvinsson (5. nóv. 1968, drukknaði er vélbáturinn Þráinn NK 70 fórst við Eyjar.)
Tryggvi Gunnarsson (5. nóv. 1968, drukknaði er vélbáturinn Þráinn NK 70 fórst við Eyjar.)
Hannes Andrésson (5. nóv. 1968, drukknaði er vélbáturinn Þráinn NK 70 fórst við Eyjar.)
Gunnlaugur Björnsson (5. nóv. 1968, drukknaði er vélbáturinn Þráinn NK 70 fórst við Eyjar.)
Ragnar Guðmundsson (5. maí 1969, þann dag fannst lík hans í höfninni en hafði verið saknað frá 1. apríl.)
Karl Þórarinn Jóhannesson (8. maí 1969, drukknaði í höfninni.)
Tryggvi Kristinsson (26. nóv. 1969, drukknaði í höfninni.)
Ingimundur Magnússon (19. jan. 1970, drukknaði í höfninni.)
Kristinn Eiríkur Þorbergsson (25. mars 1971, drukknaði er hann festist í spili á Sjöstjörnunni VE er hún lá í höfninni.)
Þorgeir Sturla Jósefsson (19. október 1971, háseti á Lagarfossi, drukknaði er hann féll af ferju í Hamborg. Lagarfoss var þar í þurrkví.)
Hreinn Birgir Vigfússon (17. mars 1972, drukknaði í höfninni.)
Benóný Friðriksson (12. maí 1972, féll í höfnina og andaðist nokkrum vikum síðar.)
Kjartan Sigurðsson (16. okt. 1972, drukknaði er hann féll útbyrðis af Guðrúnu Jónsdóttur ÍS 267 í Ísafjarðardjúpi. Eyjamaður.)
Þráinn Valdimarsson (5. febr. 1973, drukknaði í Reykjavíkurhöfn. Eyjamaður.)
Hermann Ingimarsson (21. júní 1974, drukknaði í höfninni.)
Alfreð Hjörtur Alfreðsson (23. apríl 1975, drukknaði er hann dróst útbyrðis með netatrossu.)
Sigurður Ingibergur Magnússon (25. sept. 1976, drukknaði í Brimurðinni.)
Ágúst Ingi Guðmundsson (2. okt. 1976, drukknaði í höfninni.)
Kjartan Hreinn Pálsson (2. apríl 1977, drukknaði í höfninni.)
Steindór Guðberg Geirsson (1. okt. 1978, drukknaði er hann féll útbyrðis af Klakki VE.)
Birgir Bernódusson (1. mars 1979, drukknaði er vélbáturinn Ver Ve fórst.)
Reynir Sigurlásson (1. mars 1979, drukknaði er vélbáturinn Ver Ve fórst.)
Grétar Guðmar Skaptason (1. mars 1979, drukknaði er vélbáturinn Ver Ve fórst. Hann er sagður Skaftason í Morgunblaðinu þar sem segir frá slysinu. Hins vegar er það Skaptason í Nafnaskrá Vestmannaeyjabæjar frá 1968.)
Eiríkur Gunnarsson (1. mars 1979, drukknaði er vélbáturinn Ver Ve fórst.)
Sigurbjartur Björn Sigurbjörnsson (24. okt. 1979, drukknaði í höfninni.)
Sævar Jensson (7. mars 1980, drukknaði í höfninni.)
Guðmundur Einar Guðjónsson (23. apríl 1980, drukknaði er vélbáturinn Jökultindur SI fórst við Vestmannaeyjar.)
Magnús Rafn Guðmundsson (23. apríl 1980, drukknaði er vélbáturinn Jökultindur SI fórst við Vestmannaeyjar.)
Kári Valur Pálmason (23. apríl 1980, drukknaði er vélbáturinn Jökultindur SI fórst við Vestmannaeyjar.)
Sigurvin Þorsteinsson (10. júlí 1980, drukknaði er vélbáturinn Skuld VE fórst.)
Gísli Leifur Skúlason (10. júlí 1980, drukknaði er vélbáturinn Skuld VE fórst.)
Albert Ólason (16. feb. 1981, drukknaði er Heimaey VE strandaði.)
Guðni Torberg Guðmundsson (16. feb. 1981, drukknaði er Heimaey VE strandaði.)
Jóel Guðmundsson (4. mars 1981, drukknaði er Bára VE týndist.)
Bjarni Guðmundsson (4. mars 1981, drukknaði er Bára VE týndist.)
Daníel Willard Fiske Traustason (27. sept. 1981, drukknaði í höfninni á Neskaupsstað. Eyjamaður.)
Hannes Kristinn Óskarsson (21. jan. 1982, fórst við björgunarstörf er Pelagus strandaði.)
Kristján Víkingsson (21. jan. 1982, fórst við björgunarstörf er Pelagus strandaði.)
Gilbert Stevelinck (21. jan. 1982, fórst er Pelagus strandaði.)
Patrick Maes (21. jan. 1982, fórst er Pelagus strandaði.)
Emil Pálsson (28. okt. 1983, drukknaði er sanddæluskipið Sandey fórst. Eyjamaður.)
Hjörtur Rósmann Jónsson (11. mars 1984, drukknaði er Hellisey VE fórst.)
Pétur Sigurðsson (11. mars 1984, drukknaði er Hellisey VE fórst.)
Engilbert Eiðsson (11. mars 1984, drukknaði er Hellisey VE fórst.)
Valur Smári Geirsson (11. mars 1984, drukknaði er Hellisey VE fórst.)
Finnur Kristján Halldórsson (18. nóv. 1985, drukknaði í höfninni.)
Jón Guðmundur Kristjánsson (12. feb. 1986, drukknaði í höfninni.)
Páll Pálsson (19. apríl 1986, drukknaði af Bjarnarey VE er hann dróst út af skipinu með netatrossu.)
Bogi Matthíasson (8. júní 1986, drukknaði í höfninni.)
Rósa Bjarnadóttir (8. júní 1986, drukknaði í höfninni.)
Hlöðver Einarsson (24.-25. des. 1986, drukknaði er flutningaskipið Suðurland fórst. Eini Eyjamaðurinn af 6 einstaklingum sem drukknuðu.)
Guðfinnur Þorsteinsson (2. sept. 1987, drukknaði er Hvítingur VE fórst.)
Óli Kristinn Sigurjónsson (2. sept. 1987, drukknaði er Hvítingur VE fórst.)
Grétar Halldórsson (19. sept. 1987, drukknaði af fiskiskipi við Alaska. Eyjamaður.)
Sigurður Erlingsson 28. júlí 1988 (var í Herjólfi og féll frá borði.)
Sigurvin Brynjólfsson (20. mars 1990, drukknaði er Sjöstjarnan fórst.)
Karl Jóhann Birgisson (19. sept. 1992, drukknaði er hann tók út með vörpu Breka VE.)
Ólafur Björgvin Jóhannesson (8. febrúar 1993. Féll í höfnina og andaðist viku síðar.)
Sigurður Helgi Sveinsson (14. apríl 1994, drukknaði í sjónum norðan við Stafnes. Barn.)
Gunnar Ingi Einarsson (26. feb. 1995, drukknaði er hann féll útbyrðis af Sigurði VE.)
Halldór Páll Stefánsson (1. apríl 1995, drukknaði í Ólafsvík á leið um borð í Huginn VE.)
Alexander Örn Jónsson (16. apríl 1995, drukknaði í Eyjum. Barn.)
Sverrir Guðjón Guðjónsson (13. sept. 1995 drukknaði af frystitogara við strendur Namibíu. Eyjamaður.)
Steinunn Þóra Magnúsdóttir (1. okt. 1995, drukknaði í höfninni. Barn.)
Guðbjörn Guðmundsson (16. des. 2000, drukknaði í höfninni.)
Eiður Sævar Marinósson (16. des. 2000, drukknaði í höfninni.)
Rune Verner Sigurðsson (5. des. 2001, drukknaði er Ófeigur II fórst við Eyjar.)
Matthías Hannesson (23. feb. 2002, drukknaði er Bjarni VE fórst við Eyjar.)
Snorri Norðfjörð Haraldsson (23. feb. 2002, drukknaði er Bjarni VE fórst við Eyjar.)
Ingimar Ágúst Guðmarsson (6. jan. 2021, drukknaði í höfninni.)
Ólafur Már Sigmundsson (11. apríl 2023, drukknaði í höfnina.)
Eftirfarandi sjómenn létust um borð í skipi sínu:
Hávarður Ásbjörnsson (12. febr. 1962. Lést um borð í Hildingi.)
Björn Alfreðsson (17. apríl 1973, fórst af slysförum á Páli Rósinkranssyni KE 42. Eini Eyjamaðurinn en tveir dóu.)
Rögnvaldur Jóhannsson (16. júní 1974, bráðkvaddur um borð í Huginn VE 55.)
Haraldur Magnússon (30. okt. 1974, fórst af slysförum er hann lenti í togvindu um borð í Rósu HU, áður Rósu VE, í Húnaflóa. Eyjamaður (bjó hér frá 2 ára aldri, 1931 en flutti brott í gosinu.))
Matthías Guðjónsson (19. mars 1984, bráðkvaddur um borð í Valdimar Sveinssyni.)
Guðjón Ingibergsson (16. nóvember 1989, bráðkvaddur um borð í trillu sinni Auði.)
Bjarni Víglundsson (28. apríl 1991, lést í eldsvoða í Bergi VE við höfnina.)
Tómas Guðmundsson (15. nóvember 1993, bráðkvaddur um borð í Huginn VE.)
Logi Snædal Jónsson (15. okt. 1996, bráðkvaddur um borð í Smáey VE.)
Guðjón Matthíasson (21. júlí 2001, lést af slysförum um borð í Smáey VE.)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst