Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar þann 9. apríl síðastliðinn var farið yfir innsendar umsóknir vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar heilsuræktar við íþróttamiðstöðina og þær metnar út frá fyrirfram ákveðnu matsblaði.
Niðurstaða matsins var sú að umsókn frá Laugum ehf/Í toppformi ehf (World Class) hlaut hærri einkunn en umsókn óstofnaðs hlutafélags Eyglóar Egilsdóttur, Garðars Heiðars Eyjólfssonar, Þrastar Jóns Sigurðssonar og Leifs Geirs Hafsteinssonar. Áður en endanleg ákvörðun var tekin óskaði bæjarráð eftir frekari greiningu á gögnum og leitaði lögfræðilegs álits um hæfni umsækjenda og leiddi niðurstaðan í ljós að Laugar ehf/í toppformi ehf var talin hæfari aðilinn.
Niðurstaða bæjarráðs er því að hefja formlegt samtal við Laugar ehf/Í toppformi ehf um næstu skref í verkefninu.
Þetta kom fram á vef Vestmannaeyjabæjar í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst