ÍBV lék sinn fyrsta heimaleik í Bestu deildinni í dag. Mótherjar dagsins voru Fram og var leikið á Þórsvellinum. Svo virðist sem Eyjamenn kunni vel við sig á Þórsvelli því liðið er búið að sigra báða leikina þar og skora í þeim sex mörk. Fyrst þrjú gegn Víking Reykjavík í bikarnum og í dag sigruðu þeir Fram 3-1.
Omar Sowe kom heimamönnum yfir á tíundu mínútu eftir góðan undirbúning Olivers Heiðarssonar og Bjarka Björns Gunnarssonar. Bjarki Björn sá svo sjálfur um markaskorun fimmtán mínútum síðar en Framarar minnkuðu muninn þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks.
Í seinni hálfleik bætti enn í vindinn og áttu liðin erfitt með að leika kanttspyrnu við þær aðstæður. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum innsiglaði svo Oliver Heiðarsson sanngjarnan sigur ÍBV. Lokatölur 3-1 í dag. ÍBV er komið með 4 stig og situr í sjötta sæti deildarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst