Ívar Bessi hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild ÍBV. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að samningurinn gildi út tímabilið 2027.
Ívar Bessi hefur leikið allan sinn feril með ÍBV og hefur hægt og rólega unnið sig inn sem mikilvægur hlekkur í liði liðsins. Ívar Bessi lék í vetur 11 leiki með meistaraflokki félagsins og skorðaði í þeim 6 mörk.
Ívar Bessi hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Seinasta verkefni var æfingamót Tiby cup í Frakklandi þar sem að liðið spilaði við Spánverja og Ungverja með U-21. Ívar Bessi var valinn í U-21 æfingarhóp. Æfingar verða næstu daga og eftir það velja landsliðsþjálfarar 16 leikmenn sem taka þátt á HM sem fram fer í Póllandi 18.-29. júní.
Þá segir í tilkynningunni að forsvarsmenn félagsins séu afar ánægð með að Ívar Bessi muni áfram leika með ÍBV og er tilhlökkun til áframhaldandi samstarfs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst