Eins og greint var frá á dögunum fór hópur frá Vinnslustöðinni á Seafood Expo Global, stærstu sjávarútvegssýningu heims, sem fór fram dagana 6.- 8. maí. Sýningin er haldin árlega og hefur Vinnslustöðin vanalega verið með bás á sýnungunni síðastliðin ár.
Með þeim á svæðinu í ár var einnig hópur frá Laxey, þó án eigin báss, en sýningar sem þessar eru ekki síður mikilvægar fyrir gesti sem básaeigendur. Þarna skapast vettvangur fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, þar sem fólk úr öllum áttum í bransanum kemur saman til að kynna sér það nýjasta.
,,Fyrir okkur hjá Laxey var þetta frábært tækifæri til að hitta samstarfsaðila, fylgjast með nýjungum og styrkja tengslin við fólk og fyrirtæki.“ segir í tilkynningu frá þeim.
Einnig voru á svæðinu fyrirtæki á borð við Icelandic Pelagic, Arnarlax, Wisefish, Samherja og Ice Fresh Food.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst