Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja. Óbyggðanefnd hefur komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um eyjar og sker þar sem þetta á við var þar með hafnað.
Þessu tengt: Spurði ráðherra hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar
Bæjarráð Vestmannaeyja skorar á fjármálaráðherra að láta af með öllu kröfum um eyjar og sker í Vestmannaeyjum. Krafan byggist á misskilningi og á sér enga stoð sögulega né lagalega. Bæjarráð lýsir ánægju með afdráttarlaus svör fjármálaráðherra í þingsal í vikunni að ekki séu innistæður fyrir kröfum ríkisins. Í því ljósi hlýtur ráðherra að draga kröfurnar til baka, segir í bókun bæjarráðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst