Heil umferð fór fram í gær í Lengjudeild kvenna. Í Eyjum mættust tvö efstu liðin. KR var fyrir leikinn á toppi deildarinnar með 7 stig en ÍBV var með 6 stig. ÍBV tók forystuna á 42. mínútu er Allison Grace Lowrey skoraði. ÍBV tvöfaldaði svo forystuna skömmu fyrir leikhlé með marki Allison Grace Lowrey. Allison skoraði svo aftur á 60, mínútu og Olga Sevcova innsiglaði svo sigurinn á 69. mínútu.
Glæsilegur 4-0 sigur í miklum rigningaleik. ÍBV fór því upp í 9 stig, jafnmörg stig og HK og Grindavík/Njarðvík. Eyjaliðið er með bestu markatöluna og er því á toppi deildarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst