Starfsmannafélag Ísfélagsins, eða Ísfólkið eins og þau kalla sig, lögðu land undir fót á dögunum og héldu upp á árshátíð félagsins í Gdansk í Póllandi. Ferðin fór fram dagana 15.–18. maí og var árshátíðin sjálf haldin á laugardeginum, 17. maí. Vel var mætt, en alls voru 109 manns með mökum.
Veislustjóri hátíðarinnar var enginn annar en Stefán Einar Stefánsson sem fór á kostum eins og honum einum er lagið.
Ferðin var einstaklega vel heppnuð að sögn heimildarmanna og frábær endurnæring fyrir starfsandann.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst