Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað spretthóp sem ætlað er að meta stöðu tilraunaverkefnisins Kveikjum neistann, árangur þess og tækifæri og koma með tillögur að möguleikum í þróun verkefnisins í þágu barna hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Verkefnið, sem Grunnskóli Vestmannaeyja hóf haustið 2021, miðar að heildstæðri nálgun á skólastarfið. Áhersla er lögð á grunnfærni í lestri, náttúrufræði og stærðfræði, hugarfar, hreyfingu og áhugahvöt, þar sem barnið er ávallt í fyrirrúmi.
Niðurstöður PISA kannana undanfarin ár hafa sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast við stöðu íslenskra barna, m.a. í lesskilningi og stærðfræði. Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, hefur bent á að kennarar þurfi öflug verkfæri til að takast á við þennan vanda. Kveikjum neistann er einmitt eitt slíkt verkfæri.
Í spretthópnum eru:
Með hópnum starfar einnig starfsmaður mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Hópurinn mun skila ráðherra niðurstöðum með stöðutöku og ráðleggingum um næstu skref fyrir 1. júlí nk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst