Áætlað er að malbikunarframkvæmdir fari fram þann 26. maí – 29. maí nk. Þetta segir í tilkynningu frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að malbikað verði á eftirfarandi svæðum: Strandvegur, Tangagata, Heiðarvegur, Smáragata, Flatir og Kleifar.
Eru íbúar eindregið hvattir til að fjarlægja bifreiðar af ofangreindum götum og halda þeim auðum á meðan undirbúningur og framkvæmd malbikunar fer fram. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja örugga og skjótvirka vinnu. Þá er fólk beðið um að sýna tillitssemi og þolinmæði á meðan á framkvæmdunum stendur. Nánari upplýsingar um staðsetningar framkvæmda má finna á myndinni hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst