Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær. Á Hlíðarenda mættust Valur og ÍBV. Eyjamenn byrjuðu leikinn ágætlega og áttu fínar rispur en þeir voru spila án tveggja lykilmanna, þeim Omar Sowe og Oliver Heiðarssyni og þá meiddist Sigurður Arnar Magnússon í upphitun.
Eftir um 25 mínútna leik tóku Valsmenn þó yfir leikinn og fyrsta markið kom á 28. mínútu. Þá fengu Valsmenn hornspyrnu og Bjarni Mark Antonsson náði fínum skalla á markið sem virtist þó fara af Jovan Mitrovic og í netið. Valsmenn tvöfölduðu svo forrystuna aðeins mínútu síðar en þar var að verki markahrókurinn Patrick Pedersen. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teig frá Jónatan Inga Jónssyni og smellti boltanum upp í nærhornið.
Eyjamenn áttu þó að fá vítaspyrnu á 35. mínútu leiksins þegar boltinn fór í hendina á varnamanni Vals en dómarinn dæmdi ekkert. Valur bætti svo þriðja markinu við á 43. mínútu en þá kom fyrirgjöf frá hægri vængnum og alla leið á fjær. Þar lúrði Tryggvi Hrafn Haraldsson og náði að skalla boltann fyrir markið beint fyrir Birki Heimisson sem kom boltanum auðveldlega yfir marklínuna.
Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum en Valsmenn fengu þó færi til að setja fleiri mörk á meðan Eyjamenn áttu frekar erfitt uppdráttar sóknarlega. 3-0 sigur Valsmanna því staðreynd. ÍBV eru því enn í 8. sæti með 8 stig á meðan Valsmenn koma sér upp í 4. sætið með 12 stig. Næsti leikur ÍBV er 29. maí á Þórsvelli en þá koma FH-ingar í heimsókn.
Leikur KA og Aftureldingar fór fram á sama tíma og endaði sá leikur með 1-0 sigri KA. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði mark KA.
Kl. 19:15 hefjast svo seinni tveir leikir dagsins en þar tekur Vestri á móti Stjörnunni og Víkingur R. á móti ÍA.
L | U | J | T | Mörk | mun | Stig | ||
1. | Breiðablik | 7 | 5 | 1 | 1 | 13 – 9 | +4 | 16 |
2. | Víkingur R. | 7 | 4 | 2 | 1 | 15 – 7 | +8 | 14 |
3. | Vestri | 7 | 4 | 1 | 2 | 8 – 3 | +5 | 13 |
4. | Fram | 8 | 4 | 0 | 4 | 14 – 13 | +1 | 12 |
5. | KR | 8 | 2 | 4 | 2 | 24 – 18 | +6 | 10 |
6. | Stjarnan | 7 | 3 | 1 | 3 | 11 – 12 | -1 | 10 |
7. | Afturelding | 7 | 3 | 1 | 3 | 8 – 10 | -2 | 10 |
8. | Valur | 7 | 2 | 3 | 2 | 15 – 12 | +3 | 9 |
9. | ÍBV | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 – 11 | -4 | 8 |
10. | FH | 7 | 2 | 1 | 4 | 12 – 12 | 0 | 7 |
11. | ÍA | 7 | 2 | 0 | 5 | 7 – 18 | -11 | 6 |
12. | KA | 7 | 1 | 2 | 4 | 6 – 15 | -9 | 5 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst