Leggja allt kapp á að leysa málið
tímabundið þar til niðurstaðan í kærumálinu liggur fyrir
ithrottam
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Vestmannaeyjabær hefur sent frá sér tilkynningu vegna heilsuræktar við Íþróttamiðstöð. Þar segir að Vestmannaeyjabær hafi óskað eftir tilboðum í mars/apríl í uppbyggingu og rekstur nýrrar heilsuræktar við Íþróttamiðstöðina og óskaði jafnframt eftir tilboði í rekstur núverandi heilsuræktar þar til ný aðstaða verður tilbúin. Ósk um tilboð í rekstur núverandi heilsuræktar var til að tryggja að ekki yrði um þjónusturof að ræða þegar núverandi aðilar hætta 1. júní nk.

Málið hefur verið kært til kærunefndar útboðsmála og Vestmannaeyjabær hefur þ.a.l. ekki getað hafið samtal við World Class um framhaldið eins og stóð til skv. niðurstöðu bæjarráðs. Óljóst er hvenær niðurstaða fæst í málið. Það er mikilvægt að þjónusturofið verði sem minnst og því leggur Vestmannaeyjabær allt kapp á að leysa málið tímabundið þar til niðurstaðan í kærumálinu liggur fyrir. Frekari upplýsingar ættu að liggja fyrir innan skamms, segir í tilkynningu bæjaryfirvalda.

 

1Hvað tekur við eftir að Hressó skellir í lás?

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.