Tap hjá Eyjamönnum gegn Íslandsmeisturunum
Frá leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

ÍBV tók á móti Breiðablik á Þórsvelli í 11. umferð Bestu deildar karla í dag en leikurinn endaði með 0-2 tapi. Leikurinn fór fremur hægt af stað og bæði lið að reyna að ná upp einhverjum spilköflum en það voru gestirnir sem tóku forystuna á 20. mínútu leiksins þegar Ágúst Orri Þorsteinsson vann boltann af varnarmanni ÍBV og geystist upp kantinn. Hann náði fyrirgjöfinni sem fór af Sigurði Arnari Magnússyni og í markið. Frekar óheppilegt mark. ÍBV fékk svo ágætis færi til að jafna leikinn undir lok fyrri hálfleiks þegar Vicente Valor átti frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina sem Arnari Breka tókst ekki að stýra á markið.

Síðari hálfleikurinn var nokkuð svipaður og sá fyrri en aftur voru það gestirnir sem náðu að setja mark sitt á leikinn á 76. mínútu þegar Tobias Thomsen náði að koma boltanum í netið eftir góðan undirbúning Valgeirs Valgeirssonar. Ekki urðu mörkin fleiri og voru það Blikar sem fóru heim með stigin þrjú.

Eyjamenn eru því áfram um miðja deild með 14 stig á meðan Blikar fara á toppinn, en Víkingur getur endurheimt toppsætið á morgun með sigri á KR í lokaleik umferðarinnar. Næsti leikur ÍBV er á næstkomandi fimmtudag en þá taka þeir á móti Valsmönnum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á Þórsvelli.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.