Goslokahátíðin er nú formlega hafin, en hátíðin var sett kl 16:00 í dag fyrir utan Ráðhúsið. Það var Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sem setti hátíðina, en Birgir Nielsen var kynnir.
Dagskráin í dag innihélt síðdegistónleika, listasýningar ásamt fleiru áhugaverðu. Óskar Pétur ljósmyndari Eyjafrétta var á vappi í dag og fangaði stemninguna.
Eyjafréttir munu áfram fylgjast með hátíðinni og birta fleiri myndir og fréttir næstu daga. Hér fyrir neðan má sjá nokkur augnablik frá deginum í dag:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst